☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️
UM OKKUR



Af hverju að ferðast með Guðna og Carlosi?
Við sjálfir höfum ferðast mikið til ólíkra áfangastaða og markmið okkar hefur alltaf verið að kynnast lífi innfæddra, menningu og sögu þeirra landa sem við heimsækjum. Við höfum orðið margra ára reynslu af skipulagi og leiðsögn fyrir stóra og smáa hópa innan lands og erlendis. Við byrjuðum að bjóða Íslendingum upp á ferðir til Kúbu árið 2017 og höfum alltaf lagt áherslu á að viðskiptavinir okkar fái að upplifa Kúbu eins og hún er í raun og veru, mannlífið, menninguna og hina einstöku fegurð landsins. Með ferðum okkur til Kúbu viljum við hjálpa almenningi í landinu og höfum með þeim stutt einstaklinga, fjölskyldur og lítil fyrirtæki.
Frá því að við hófum ferðir okkar til Kúbu hafa meira en 600 ánægðir ferðalangar uppgötvað landið með okkur. Margir þeirra hafa hvatt okkur til að bjóða upp á nýja áfangastaði í samskonar formi og ferðir okkar til Kúbu. Nú höfum við bætt við þremur nýjum áfangastöðum, Tyrklandi, Kosta Ríka og Marokkó. Við viljum kynna fegurð, menningu og mannlíf þessara stórkostlegu landa með sama hætti. Líkt og í Kúbuferðunum er verið að styðja við einstaklinga, fjölskyldur og lítil fyrirtæki í þessum löndum.
Við leggjum áherslu á einstaka upplifun og góða skemmtun á nýjum og framandi slóðum.

Carlos
Hópstjóri
Carlos er fæddur í Guantánamoborg nálægt amerísku herstöðinni á Kúbu. Hann er bæði kúbanskur og íslenskur ríkisborgari og vinir hans kalla hann Ice-Cube. Sem innfæddur Kúbani þá sér hann til þess að allt gangi vel og sýnir ykkur alvöru Kúbu.

Guðni
Fararstjóri
Guðni hefur langa reynslu sem leiðsögumaður. Útskrifaðist úr Leiðsöguskóla Íslands árið 2013. Bjó á Kúbú á árinu 2005, síðan hefur hann heimsótt Kúbu oft og ferðast þar um þar sem hann hefur mikinn áhuga á sögu og menningu eyjunnar.